news

Þá er sögu Leikgarðs í núverandi mynd lokið

14 Sep 2022

Þá er sögu Leikgarðs í núverandi mynd lokið!

Við kláruðum að pakka í gær og bjóðum nú alla iðnaðarmenn velkomna í þetta góða hús.

Nú taka við tímar niðurrifs og uppbyggingar og tilhlökkunin gífurleg fyrir nýjum skóla.

Allt verður gert til að efla og styrkja það frábæra leikskólastarf sem FS hefur alla tíð stefnt að og staðið fyrir.

Aðstaða barna og starfsfólk verður okkar leiðarljós í hönnun og breytingum á húsnæðinu ásamt því að nýta HighScope stefnuna sem viðmið að góðu skólastarfi í framúrskarandi húsnæði.

Leikgarður verður því lokaður a.m.k. fram að áramótum en Sólgarður mun flytja í nýuppgert húsnæðið um leið og tök verða á.

Viðbyggingin mun vonandi taka við okkur á vor-/ haustmánuðum 2023.

Takk fyrir okkur kæri Leikgarður!