Hlutverk foreldraráðs / foreldrafélagsins Sólgarðs er einkum :

  • að stuðla að velferð barna
  • að skapa vettvang samskipta og samvinnu foreldra og starfsmanna
  • að vinna að hagsmunum barna almennt
  • að gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans

Foreldraráð fer með stjórn foreldrafélagsins, en kosning í foreldraráð fer fram á aðalfundi sem haldinn er samtímis árlegum foreldrafundi leikskólans að hausti.

Hver deild leikskólans skal eiga tvo fulltrúa í foreldraráði, þannig að foreldraráðið skipi ekki færri en 6 fulltrúar.

Foreldrar greiða mánaðarlega gjald í foreldrasjóð sem ákveðið er á aðalfundi foreldrafélagsins.

Foreldraráðið skal koma saman svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega Aðalfund skal halda á tímabilinu 15.sept. til 1. nóv. ár hvert og skal formaður foreldrafélagsins bera ábyrgð á að boða til hans með auglýsingu í leikskólanum með minnst viku fyrirvara.

Á fyrsta foreldraráðsfundi skal ráðið kjósa sér formann of ákveða fyrirkomulag ritara.

Formaður sér svo um að boða til funda og ákveða fundarefni.

Ritari skrifar fundargerð sem send er til stjórnamanna og leikskólastjóra innan tveggja vikna frá fundi. Starf ritara rúllar á milli nefndarmanna.

Fjöldi funda skal vera a.m.k. 4 á ári.