Sólgarður

Leikskólinn Sólgarður er staðsettur á Eggertsgötu 14.

Skólinn var stofnaður 1. ágúst 1995 og hefur Félagsstofnun stúdenta rekið hann frá upphafi með þjónustusamning við Reykjavíkurborg.

Á Sólgarði dvelja 51 barn samtímis í 8 tíma vistun.

Leikskólinn er opinn frá 8:00– 16:00.

Leikskólinn er 620 fm að stærð og þar af er leikrými 333 fm.

Deildarnar eru þrjár; Úranus, Satúrnus og Júpíter.

Stöðugildi eru 15 og fer fjöldi starfsmanna á deild eftir aldri barnanna.

Leikskólastjóri Sólgarðs er Sigríður Stephensen og aðstoðarleikskólastjóri er Ástarós Snævarsdóttir.
Þróunarstjóri HighScope er Íris Dögg Jóhannesdóttir.