Ungbarnaleikskólinn Sólgarður er einungis fyrir börn stúdenta í Háskóla Íslands.


Best er að hafa samband við leikskólastjóra varðandi upplýsingar um gjald á ungbarnaskólunum.

Kostnaður er mismunandi eftir sveitarfélögum, hvort báðir foreldrar eru í námi, einstæðir eða annað foreldri í námi.

551-9241 / 892-4809


Vistunargjöld ef barn býr í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ:
73.214
ef annað foreldrið er í námi og í sambúð

48.687
ef foreldri er einstætt, öryrki eða báðir foreldrar í fullu námi


Samkvæmt samningi um rekstrar- og húsnæðisframlag frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur má gjaldskrá ungbarnaleikskóla vegna barna undir 36 mánaða aldri, sem skóla- og frístundasvið greiðir rekstrar- og húsnæðisframlag með, aldrei vera hærri en sem nemur gjaldskrá skóla og frístundasviðs vegna náms og fæðis barna í leikskólum Reykjavíkur, margfölduð með 2,15.

Því eru gjöld í ungbarnaskólum hærri en í almennum leikskólum.