Hvíld

Hvíld fyrir yngstu börnin er þegar þau eru þreytt og á ákveðnum tíma dagsins, allt eftir þörfum hvers og eins.

Í hvíldinni fá þau þann svefn sem þau þurfa á að halda til að vaxa og dafna. Þreytt börn geta, eins og margir fullorðnir, verið pirruð og önug og svefninn hjálpar þeim að finna aftur góða skapið auk þess að veita þeim hvíld frá erlinum sem fylgir því að vera í félagsskap allan daginn.

Ung börn geta sofnað nánast hvar sem er og hvenær sem er ef þau eru þreytt. Eldri börn hafa oftar ákveðna skoðun á hvar þau vilja sofa. Börn sem ekki sofna hvílast í það minnsta. Öll börn sofa inni á dýnu með teppi.

Það er mismunandi eftir aldri barna hversu oft og lengi þau sofa á daginn. Því er mikilvægt að skipuleggja starfið á deildinni og hvíldina í samræmi við svefnþarfir barnanna.