Sólgarður

Eggertsgata 8, 102 Reykjavík
Sími: 551-9240, Netfang: solgardur(hjá)fs.is
Leikskólastjóri: Sigríður Stephensen
Aðstoðarleikskólastjóri: ÁstaRós Snævarsdóttir

Fjöldi nemenda er 51 og fjöldi starfsmanna er um og yfir 20.

Að byrja í leikskóla – Aðlögun

Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barn og foreldra þess. Aðlögun er mikilvæg, fyrir börn jafnt sem foreldra. Þau kynnast í sameiningu sem flestum þáttum í starfi leikskólans, nýjum húsakynnum, starfsfólki og leikfélögum. Mikilvægt er að góð samvinna og gagnkvæmur trúnaður sé á milli foreldra og starfsfólks en trúnaður er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu ánægjuleg og árangursrík. Mikilvægur þáttur í þessari samvinnu er aðlögun, þar sem lagður er hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og starfsfólki leikskóla.

Í aðlögun er lagður grunnurinn að góðu samstarfi og vellíðan barns í leikskóla. Börn þurfa mislangan tíma til að aðlagast nýju umhverfi, kynnast öðrum börnum starfsfólki leikskólans og læra að þekkja dagskipulagið . Engir tveir eru eins og aðlögunartíminn er því einstaklingsbundinn. Oftast er þó miðað við þrjá virka daga í aðlögun.


Mikilvægt er að minna á trúnað og þagnarskyldu þar sem ljóst er að með lengri viðveru tímabundið fá foreldrar óbeinar upplýsingar um önnur börn. Allt starfsfólk Leikgarðs er bundið þagnarskyldu.

Dagskipulagið

07:45 Leikskólinn opnar

07:45-08:15 Tekið á móti börnunum

08:15-08:50 Morgunverður

08:45-10:30 Frjáls leikur/hópastarf/útivera

10:30-10:45 Salerni/bleyjuskipti

10:45-11:30 Hádegisverður

11:30-14:00 Hvíld/róleg stund í sal

13:30-14:00 Salerni/bleyjuskipti

14:00-14:15 Samverustund á deild

14:15-15:00 Síðdegishressing

15:00-16:00 Útivist/frjáls leikur/leikskólinn lokar

Hádegi

Á milli kl. 10:30 og 13:00 erum við að undirbúa matinn, borða og í hvíld og sjáum við okkur þá ekki fært að taka á móti börnunum, nema um það hafi verið rætt sérstakega við starfsfólk.

Hvíldin

Börnin leggja sig inni á dýnu.

Lyf

Ef barnið þarf að taka lyf er æskilegt að lyfjagjöf fari fram heima, nema annað sé bráðnauðsynlegt. Þau börn sem eru með fæðuofnæmi og þurfa að vera á sérfæði, þurfa í öllum tilfellum að koma með vottorð frá lækni því til staðfestingar.

Sumarleyfi

Leikskólinn er lokaður í fjórar vikur að sumri.

Fatnaður

Við viljum biðja foreldra að tæma hólf barnanna í fataklefanum á föstudögum, svo hægt sé að þrífa hólfin. Mikilvægt er að allur fatnaður barnanna og allt sem tilheyrir vögnum/kerrum sé vel merkt t.d. svuntur, flugnanet, teppi og regnyfirbreiðslur. Þar sem margir eru með eins, er mjög erfitt fyrir starfsfólk að þekkja það sem ekki er merkt.

Upplýsingar til foreldra

Upplýsingatöflur eru fyrir hverja deild í fataklefa. Þar koma fram skilaboð frá starfsfólki til foreldra.

Starfsdagar og námskeiðsdagar

Eru 6 á hverju ári. Reynt er að koma til móts við foreldra og hafa þessa daga í kringum helgi. Starfs-og námskeiðsdagar eru auglýstir með góðum fyrirvara.

Foreldrafundur

Foreldrafundur er haldinn einu sinni á ári, á haustin.

Foreldraviðtal

Skipulögð foreldraviðtöl eru einu sinni á ári, að vori. Foreldrum stendur þó alltaf til boða að fá viðtal við deildarstjóra á deild barnsins.

Annað:

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef annar aðili sækir barnið í leikskólann. Einnig óskum við eftir því að ef barnið mætir ekki í leikskólann vegna veikinda eða leyfis, hafi foreldrar samband og tilkynni fjarveru barnsins.

Reglur ungbarnaleikskóla stúdenta

  1. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að annað foreldri/forráðamaður eða báðir stundi nám við HÍ og ber þeim að skila námsvottorði þar sem fram koma skráðar einingar, við upphaf hverrar annar.
  2. Forsendur fyrir leikskólavist eru að foreldrar skili eðlilegri námsframvindu. Námsframvinda telst vera eðlileg ef foreldri lýkur a.m.k. 40 einingum á ári, eða 2/3 hlutum þess náms sem viðkomandi deild eða skor telur vera eins árs nám. Þar af þarf að ljúka a.m.k. 18 einingum á haustönn.
  3. Ef, af einhverjum ástæðum foreldri getur ekki skilað eðlilegri námsframvindu þarf að hafa samband við leikskólastjóra.
  4. Ef sérstakar aðstæður liggja fyrir er hægt að sækja um forgang að leikskólunum. Umsókn skal skilað til leikskólastjóra.
    Með umsókn skulu fylgja gögn sem styðja forgang þ.e. læknisvottorð, vottorð frá félagsráðgjafa og/eða greiningarstöð.
  5. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum við Félagsstofnun stúdenta.

    Farið skal með allar umsóknir og upplýsingar sem þeim fylgja sem trúnaðarmál og hvílir þagnarskylda á starfsmönnum Leikskóla stúdenta.