news

Nýr Sólgarður

24 Ágú 2023

Þó að nokkuð sé síðan að við fluttum okkur yfir í nýtt húsnæði að Eggertsgötu 14 erum við hægt og bítandi að koma okkur fyrir, finna dótið okkar og njóta þess sem húsnæðið hefur upp á að bjóða.

Við höfum hafið aðlögun nýrra barna að krafti og hlökkum til komandi vetrar.

Nýbyggingin okkar er á áætlun og vonumst við til að byrja að innrita ný börn öðru hvoru megin við áramót. Við horfum með tilhlökkun til þess að verða 7. deilda leikskóli með öllum þeim breytingum sem það mun hafa í för með sér.

Það má með sanni segja að Sólgarður sé "að verða stór"!