news

Fréttir vikunnar og sumarhátíð.

08 Jún 2017

Kæru foreldrar.

Í síðustu viku byrjaði Benjamín hjá okkur, við bjóðum hann velkominn :)

Íris Katla varð 1.árs 3.júní og við ætlum að halda upp á það í dag með ávaxtapartý og söng :)

Núna er orðið rosa heitt úti þannig við ætlum að biðja alla foreldra um að koma með vatnsglas og merkja það barninu. Við munum hafa þessi glös inn á deild með vatni og börnin geta nálgast þau þegar þau eru þyrst.

Síðan er fullt af óskilamunum inn í fataklefa, við biðjum ykkur um að fara yfir þá. Bráðlega munum við fara með allt sem er eftir í Rauða krossinn.

Sumarhátíðin okkar er síðan á morgun. Gott er ef að þið gætuð komið klukkan 13:45 og sótt börnin, síðan göngum við öll saman frá Sólgarði yfir á Leikgarð. Á leikgarði verður boðið upp á kaffi, brauð og snúða. Leikhópurinn Lotta kemur síðan og skemmtir krökkunum :)

Kveðja

Álfaland