news

Fréttir af Álfalandi

03 Feb 2017

Kæru foreldrar.

Hjá okkur er allt gott að frétta. Núna er komið að foreldraviðtölum, þau verða 13,14 og 15 febrúar, það verður blað á hurðinni sem að allir eiga að skrá sig á til að panta tíma. Í þessari viku erum við búin að fara mikið út þar sem það er búið að vera svo gott veður. Krakkarnir eru bæði búnir að vera í garðinum að leika eða í göngutúr. Þeim finnst það voða gaman.

Núna ætlum við að byrja að setja inn stuttar fréttir hingað vikulega. Endilega fylgist með.

Kær kveðja

Álfaland