Velkominn í leikskólann
Í leikskólanum er lögð áhersla á gott samstarf við foreldra með velferð barnsins að leiðarljósi. Stofnað er til foreldrasamstarfs á jafnréttisgrundvelli þar sem foreldrar eru sérfræðingar í málefnum barna sinna og starfsfólk leikskóla sérfræðingar í námsumhverfi þeirra. Samstarf um barnið er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu s.s. á foreldrafundum, í viðtölum og ekki síst í daglegum samskiptum. Þannig byggist upp sameiginleg þekking starfsfólks og foreldra á sérhverju barni, þroska þess og líðan í barnahópnum.

Foreldrar eru hér í aðalhlutverki og af þeim lærir starfsfólk leikskólans að annast barnið og þekkja styrkleika þess og þarfir. Frá fyrsta segi er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl á milli leikskólans og fjölskyldu barnsins.

Meiri líkur eru á farsælu samstarfi um barnið ef foreldrar og starfsfólk þekkja vel aðstæður og sjónarmið hvers annars. Foreldra sem eru virkir þátttakendur í starfsemi leikskólans eru líka öruggari um vellíðan og velferð barna sinna.
Í leikskólum eru starfandi foreldrafélög. Hlutverk þeirra er að styðja við leikskólastarfið, stuðla að velferð barnanna og efla samskipti foreldra innbyrðis og við leikskólann. Nánari upplýsingar er að finna í flipanum um foreldrafélagið (efst á forsíðu).
Hverjum leikskóla ber að meta árangur og gæði skólastarfsins. Það er liður í því að efla fagstarfið. Niðurstöður nýtast til umbóta og áætlanagerða um stefnumótun skólans, hugmyndafræði og skipulag fagstarfsins.

foreldrahandbók.pdf


Leikskólar stúdenta vinna allir eftir sömu uppeldisstefnunni, High Scope og má finna allar upplýsingar um stefnuna á heimasíðu skólans og http://www.highscope.org/

Við leikskólana starfar þróunarfulltrúi, Íris Dögg Jóhannesdóttir. Hefur hún yfirumsjón með innleiðingu og skipulagi faglegrar stefnumótunar á leikskólum stúdenta. Hornsteinn HighScope er trúin á að virkt nám sé undirstaðan fyrir manneskjuna til að ná fullum þroska og getu og að virkt nám sé árangursríkast í umhverfi sem sér börnunum fyrir verkefnum sem hæfa aldri og þroska þeirra. Nám er félagsleg reynsla þar sem börn eiga í miklum samskiptum í leik og starfi. Börn læra hlutina á ólíkan hátt, hafa ólík áhugamál og hlutirnir liggja misvel fyrir þeim en þau eru líkleg til að ná bestum þroska þegar þau eiga í samskiptum við aðra, bæði jafningja og fullorðna.

http://www.highscope.org/Content.asp?ContentId=115