Á Putalandi eru 18 frábær börn fædd 2015 og 2016. Hjá okkur eru tíu drengir og átta stúlkur. Á deildinni vinna fimm kennarar sem sjá um börnin af mikilli umhyggju og ást.

Marta er deildarstjóri og er vinnutíminn hennar 08:00-16:00.

Með henni á deildinni eru:

Hugrún, vinnutími 08:15-16:15,

Júlía, vinnutími 07:45-15:45,

Karolina, vinnutími 08:00-16:00,

Ásta Rós, vinnutími 08:00-16:00.

Á Putalandi eru fjórir hópar; gulur, rauður, grænn og blár. Hópastarf er alla daga hjá okkur og byrjar um 09:30, það getur verið allt frá fimm mínútum og upp í 30 mínútur.

Dagskipulag á Putalandi:

08:00-08:50 Morgunmatur

08:50-09:10 Leikstund

09:10-09:30 Söngstund/Samverustund

Öll börnin eru saman ásamt öllum kennurunum.

09:30-10:20 Hópastarf

Hver kennari er með sinn hóp og hefur skipulagt hópastarf út frá lykilreynsluþáttunum og/eða athugunum sínum á börunum.

10:20-10:40 Bleyjuskipti

10:40-11:10 Hádegismatur

11:10-13:30 Hvíld/Róleg stund fyrir þau sem vakna fyrr eða sofa stutt

13:30-14:15 Leikstund/Ávaxtastund

14:15-14:45 Síðdegishressing

14:45-16:00 Leikstund/Útivera

Hér að neðan má sjá fréttir af starfinu á deildinni