Í aðlögun er lagður grunnurinn að góðu samstarfi og vellíðan barns í leikskóla. Sú aðferð sem stuðst er viðá Sólgarði kallast þátttökuaðlögun. Það sem fyrst og fremst greinir þátttökuaðlögunina frá þeirri eldri er að hún tekur mun skmri tíma eða þrjá daga. Yngstu börnin sem byrja í skólanum eru öll aðlöguð inn á sama tíma undir umsjá og verndarhönd foreldra sinna.Hugmyndafræðin á bak við þessa aðlögun er sú að öryggi foreldra smiti eigin öryggiskennd yfir til barnsins. Gengið er út frá því að upplifunin auki forvitni foreldranna og spennu. Kynni þeirra af dagskipulaginu, starfsfólkinu, hinum börnunum og foreldrum þeirra auki áhugann á velferð skólans og að þau verði fremur tilbúin til þess að taka þátt í starfi á vegum leikskólans vegna þessa nýstofnuðu kynna.