news

Stytting vinnuviku

31 Jan 2018

Norðmenn fóru á gönguskíði þegar vinnuvikan hjá þeim var stytt.

Hvað ætlum við að gera?

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að þann 1. febrúar, á morgun, munu leikskólar FS stytta vinnuviku starfsmanna um fimm klukkustundir, niður í 35 tíma. Helsta markmið með styttingunni er að stuðla að auknu jafnvægi milli atvinnu og einkalífs og þannig efla lífsgæði starfsfólks.

Skólinn er fullmannaður og munum við vinna eftir 4 vikna vaktakerfi sem gerir það að verkum að ekki eru sömu starfsmenn í opnun og lokun leikskólans. Þetta eru einu breytingarnar sem þetta tilraunaverkefni mun hafa í för með sér. Í ágúst munum við taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar þó svo að ekki verði horfið frá 7 tíma vinnudegi.

Við erum full tilhlökkunar............
Starfsfólk Sólgarðs