news

Spennandi tímar framundan!

05 Apr 2022

Ungbarnaleikskólar Félagsstofnunar stúdenta standa frammi fyrir spennandi tímum.

Áformað er að færa Leik- og Sólgarð undir eitt þak með glæsilegri viðbyggingu við Leikgarð.

Í kjölfarið mun húsnæðið sem Sólgarður er í verða fært í sitt upprunalega horf og þjóna stúdentum sem íbúðarhúsnæði.

Vonast er til að framkvæmdir geti hafist á sumarmánuðum 2022.

Því miður munum við því ekki taka inn börn að hausti eins og venjan býður upp á þar sem ekki verður hægt að vista inn á Leikgarð fyrr en (vonandi) á nýju ári.

Við bendum á að leikskólinn Mánagarður sem einnig er rekin af FS verður í eðlilegum rekstri og ekki er nauðsynlegt að vera nemandi við HÍ til að sækja þar um.

Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans. https://managardur.leikskolinn.is/

Hér má einnig finna þá skóla sem tilheyra Samtökum sjálfstæðra skóla og þarf að sækja um sérstaklega á heimasíðum skólanna. https://svth.is/sssk/felagatal-sssk/

Félagsstofnun stúdenta hefur alla tíð lagt mikin metnað í faglega og framúrskarandi leikskóla, þjónustu við börn og foreldra og því tímabært að taka þetta stóra skref.

Við hlökkum því til að taka inn á nýjan og glæsilegan skóla að framkvæmdum loknum þar sem öll aðstaða fyrir börn og starfsfólk verður til fyrirmyndar.

Bestu kveðjur
Sigga & Ástarós