news

Frétt vikunnar

30 maí 2017

Kæru foreldrar!

Af okkur er allt gott að frétta.

Nú er íslenska sumarið sko komið - með tilheyrandi alls konar veðri! Viljið þið passa upp á að börnin séu með allar gerðir af fötum með sér í skólanum, bæði föt fyrir rok og rigningu og sumar og sól :) Svo vonum við bara að það verði meira af sól en rigningu!

Það væri líka frábært ef þið gætuð kíkt inn á deild í hólf barnanna ykkar og athugað hvort eitthvað vantar, t.d. aukaföt. Stundum gleymum við að skrifa ef eitthvað vantar og þá er frábært að þið séuð með puttann á púlsinum. Við tökum vel á móti ykkur inni :)

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir inn á síðuna!

Kær kveðja,

Putaland.