news

Frétt vikunnar

10 maí 2017

Kæru foreldrar!

Það er byrjaður hjá okkur nýr drengur á Putalandi hann Kristian Mímir, bjóðum við hann hjartanlega velkominn :)

Í dag byrjaði einnig nýr starfsmaður hún Ásta Rós, við erum glöð að fá hana í hópinn og bjóðum hana velkomna á Putaland. Á næstu dögum munu einnig bætast við nokkrir sumarstarfsmenn á leikskólann.

Þegar veður er gott og sólin skín er mikilvægt að börnin séu með sólarvörn á sér. Við biðjum ykkur kæru foreldrar að bera á börnin ykkar þessa daga á morgnana áður en þau koma, við sjáum um að bera á þau eftir hádegi. Svo vonum við bara að sólin láti sjá sig sem oftast :)

Við viljum minna á að í næstu viku, 19. maí, er starfsdagur á Sólgarði og leikskólinn því lokaður.

Að lokum - það eru komnar inn nýjar myndir!

Kveðja,

Putaland.