news

Frétt vikunnar

26 Apr 2017

Kæru foreldrar.

Lífið gengur sinn vanagang hjá okkur á Putalandi.

Í vikunni byrjaði nýr drengur hjá okkur hann Stígur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Líkt og áður reynum við að fara út eins oft og við getum og því er mikilvægt að öll börn séu með útiföt við hæfi og sem passa (pollagalli er ekki nóg, það er enn of kalt).

Á morgun er síðasti dagurinn hans Ragga og á föstudaginn er síðasti dagurinn hennar Júlíu Ýrar, við munum kveðja þau með söknuð í hjarta!

Það eru komnar nýjar fréttir inn á síðuna :)

Kær kveðja,

Putaland.