news

Nýjar fréttir

10 Ágú 2017

Kæru foreldrar.

Velkomin aftur eftir sumarfrí. Það er gaman að sjá hvernig börnin ykkar hafa stækkað og þroskast í fríinu.

Nú er aðlögunartími hjá okkur og í haust byrja samtals hjá okkur 9 börn. Í síðustu viku byrjuðu Sara Kristín og Kári Berg hjá okkur. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin á Undraland :)

Á morgun er síðasti dagurinn hjá Ylfu Karlottu og við eigum eftir að sakna hennar mikið. Í dag heldum við upp á tveggja ára afmæli Adríans Brynjars, en hann átti afmæli 6. Ágúst. Við óskum honum til hamingju með daginn :)

Annars gengur allt vel hjá okkur. Við notum veðrið vel og erum mikið úti í sólinni.

Kær kveðja Undraland