news

Nýjar fréttir

01 Jún 2017

Kæru foreldrar.

Í vikunni hættu hjá okkur Álfdís Maley og Margrét Ragna. Eigum við eftir að sakna þeirra mikið og við óskum þeim góðs gengis í nýju leikskólunum þeirra.

Jóhanna Bríet og Máni Hrafn urðu 2 ára í vikunni og héldum við upp á það. Til hamingju með afmæli elsku Jóhanna og Máni :)

Föstudaginn 9.júni verður sumarhátiðin hjá okkur. Sigga er búin að setja upplýsingar um það á facebook síðuna.

Í næstu viku ætla krakkar sem byrja í Mánagarði í haust að kíkja í heimsókn þangað, ef veður leyfir.

Annars er allt gott að frétta hjá okkur :)

Kv. Undraland