news

Nýjar fréttir

31 maí 2017

Kæru foreldrar.

Í dag eru Pétur og Þorgeir að hætta hjá okkur en þeir eru að byrja á nýjum leikskólum. Við eigum eftir að sakna þeirra mjög mikið og óskum þeim alls hins besta á nýju leikskólunum :)

Það byrjar ný stelpa hjá okkur á morgun, hún heitir Íris Katla. Við hlökkum til að kynnast henni :)

Það eru mjög mörg börn duddulaus eða með ómerktar duddur. Við biðjum ykkur um að athuga hvort að börnin ykkar séu með duddur og hvort að þau séu merkt. Ef þau eru ekki merkt biðjum við ykkur um að merkja þau.

Síðan er Jana farin í sumarfrí en hún er farin til Ungverjalands til fjölskyldunnar sinnar þar sem hún er að fara gifta sig, við óskum henni til hamingju og hlökkum til að sjá hana aftur í ágúst.

Minnum ykkur líka á að það er mikilvægt að bera sólarvörn á börnin á morgnana, við berum síðan á þau eftir hádegi.

Kveðja

Álfaland :)