news

Fréttir af Álfalandi

07 Sep 2017

Kæru foreldrar,

Núna er aðlögun á Álfalandi að ljúka og þá fer aftur í gang hjá okkur hópastarf. Í hópastarfi skiptast börnin í fjóra hópa og þá gerum við ýmislegt skemmtilegt eins og mála, teikna og sulla svo eitthvað sé nefnt. Hópastarfið er alltaf á morgnana í kringum 9:30 svo það er gott að allir séu komnir fyrir þann tíma svo börnin geti tekið þátt. Þið getið séð skiptingu hópanna og hvaða starfsmaður er með hvern hóp á töflunni frammi. Þar munun við einnig setja daglega hvað er gert þann daginn.

Við biðjum ykkur að kíkja reglulega inná deild og athuga hvort vanti aukaföt eða bleyjur.

Annars reynum við að nýta góða veðrið og biðjum við ykkur að koma ávalt með útiföt sem hentar veðri .

Við setjum myndir á karellen, að minnsta kosti einu sinni í viku. Þá getið þið séð hvað við erum að bralla í daglegu starfi :)

bestu kveðjur;

Starfsfólk Álfalands.