Við erum að ráða!

12 Júl 2017

Leikskólinn Sólgarður er að leita að frábæru starfsfólki í 50% og 100% starfshlutföll frá 1. september.

Leikskólar FS eru einu leikskólarnir á Íslandi sem starfa eftir bandarísku uppeldisstefnunni Highscope. Sjá nánar.

Í boði er fjölbreytt starf með börnum í skemmtilegu umhverfi, stórkostlegu samstarfsfólki og hágæða uppeldisstefnu.

Menntun og hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Umsækjendur þurfa að hafa til að bera góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, vera stundvís og hafa ánægju að vinna með börnum.
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið, kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun og/ eða starfsreynslu.


Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á sigridur@fs.is eða sækja um starfið hér