Sumarhátíð

26 Jún 2017

Í júní héldum við sameiginlega sumarhátíð Sól- og Leikgarðs. Veðrið lék við okkur þar sem við söfnuðumst öll saman í garðinum á Leikgarði. Við fengum frábæra heimsókn frá leikhópinum Lottu, borðuðum saman brauð og snúða og lékum okkur saman. Kærar þakkir fyrir komuna.