news

Dagur leikskólans

31 Jan 2018

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Í tilefni af 50 ára afmæli FS verða leikskólar FS, Mánagarður, Leikgarður og Sólgarður með opið hús á degi leikskólans frá klukkan 13:00 til 16:00 þar sem gestir og gangandi eru velkomin að skoða og kynna sér starf leikskólanna.

Heitt á könnunni !

Bestu kveðjur

Leikskólar FS