news

Gleðilegt sumar

19 Apr 2017

Kæru foreldrar.

Í dag byrjaði nýtt barn hjá okkur sem heitir Freyja Kolbrá. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna til okkar og verður hún í bláa hópnum með Bozenu.

15.apríl átti Logi Liekki 1 árs afmæli og óskum við honum til hamingju með það. Á föstudaginn ætlum við því að halda smá afmælisveislu.

Núna er Sturla kominn úr veikindaleyfi og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til baka.

Við minnum á að á morgun er Sumardagurinn fyrsti og er því lokað hjá okkur.

Kveðja Undraland