news

Fréttir vikunnar á Álfalandi

16 Feb 2017

Góðan daginn kæru foreldrar,

Af Álfalandi er allt gott að frétta. Foreldraviðtölin voru að klárast sem gengu mjög vel. Bæði kennarar og foreldrar voru ánægðir með börnin.

Í þessari viku byrjaði í 100% starfi á Álfalandi hún Heiður. Hún er að koma aftur til okkar, en hún starfaði á Sólgarði í ár, veturinn 2015-1016. Heiður ætlar að vera með hópinn hennar Höllu, sem er blái hópur. Á mánudaginn fer Halla í námsleyfi í einn og hálfan mánuð. Við bjóðum Heiði velkomna til starfa aftur.

Þangað til næst!

starfsfólk Álfalands :)