news

Fréttir vikunnar

23 Mar 2017

kæru foreldrar,

Í þessari viku byrjaði hjá okkur Mohamed Ýmir. Hann verður í bláa hópnum og bjóðum við hann hjartanlega velkominn á Álfaland.

Við reynum alltaf að setja myndir að minnsta kosti einu sinni í viku á netið. Á myndunum er hægt að fylgjast með þegar við förum út og hvað við erum að gera í hópastarfinu :)

Ef þið eigið heima tómar umbúðir, lykla, gamla síma, gömul lyklaborð o.s.frv. þá hvetjum við ykkur að koma með það í leikskólann svo að við getum endurnýjað dótið hjá okkur og skipt út gömlu fyrir nýtt.

Annars er allt gott að frétta af okkur!

Þangað til næst ;)

Starfsfólk Álfalands