news

Fréttir vikunnar

02 Mar 2017

Kæru foreldrar,

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í vikunni. Í gær var Öskudagur og þá fengu allir andlitsmálningu og við blésum upp blöðrur og sápukúlur. Það var mikið fjör :)

Hann Þorri átti 1 árs afmæli á Öskudaginn. Við héldum uppá það með því að borða saman ávexti og syngja afmælissönginn.

Í gær byrjuðu svo hjá okkur tveir drengir. Þeir heita Lauri Fannar og Þorgeir Fálki. við bjóðum þá velkomna á Álfaland! :)

Það verða smá breytingar á hópunum. Eysteinn og Haukur færast í gula hópinn og Lauri og Þorgeir verða í rauða hópnum.

Við erum búin að fara daglega út í góða veðrið og leika okkur í snjónum. Við minnum foreldra á að koma með góð útiföt og fylgjast með hvort nokkuð vanti aukaföt í körfurnar.

Setjum mjög fljótlega inn myndir af Öskudeginum og vikunni. Látum ykkur vita þegar nýju myndirnar verða komnar á netið.

Kveðja

Starfsfólkið á Álfalandi :)