news

Fréttir af Álfalandi

25 Apr 2017

Kæru foreldrar,

Í þessari viku eru Elena og Ketill að hætta hjá okkur á Álfalandi en þau eru að fara í heimsreisu. Við þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið og óskum þeim góðrar ferðar :)

Í seinustu viku byrjaði hjá okkur á Álfalandi nemi frá Þýskalandi. Hún heitir Louisa og ætlar að starfa hjá okkur þar til í júní. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna :)

Í þessari viku er hún Freija að hætta hjá okkur. Við þökkum henni kærlega fyrir samveruna :)

Við minnum á að á mánudaginn er 1.maí og þá er Sólgarður lokaður.

Annars er allt gott að frétta af okkur!

kveðja

starfsfólk Álfalands