news

Frétt vikunnar

11 Maí 2017

Kæru foreldrar.

Í þessari viku byrjuðu hjá okkur tvær nýjar stelpur, þær heita Jóna Theresa og Sóley. Þær verða báðar í græna hópnum. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar :)

Síðan varð Þórbergur okkar 2.ára síðastliðin Sunnudag og Sóley varð 1.árs á Mánudaginn. Til hamingju með afmælið bæði tvö :)

Á morgun byrjar Kolla aftur hjá okkur. Hún hefur unnið hjá okkur oft áður og verður starfsmaður á Álfalandi í sumar.

Síðan ætlum við að biðja alla um að skoða óskilamunina sem eru inn í fataklefa og að láta skó barnanna í hólfin þeirra en ekki undir hólfin. Við klæðum börnin í fataklefa og þau taka alltaf skóna sem eru undir hólfunum og þá getur verið erfitt að muna hver á hvaða skó :)

Minnum einnig á að föstudaginn í næstu viku (19.maí) er starfsdagur. Þá munum við fara í heimsókn á aðra ungbarnaleikskóla og kynna okkur starfið þar.

Annars er allt gott að frétta :)

Kveðja frá Álfalandi.