news

Frétt vikunnar

23 Feb 2017

Kæru foreldrar.

Í næstu viku er bæði Bolludagur og Öskudagur á Sólgarði. Bolludagur er á mánudaginn og Natalia kokkurinn okkar ætlar að baka fyrir krakkana litlar, sætar bollur :) Á miðvikudaginn er svo Öskudagur en þá höldum við á Sólgarði náttfatapartý! Það væri gaman ef börnin kæmu í náttfötum í leikskólann. Það verður fjör hjá okkur - blöðrur, sápukúlur og andlitsmálning fyrir þá sem vilja.

Í þessari viku byrjaði hún Elena að vinna hjá okkur á Sólgarði, hún verður 50% starfsmaður. Elena mun vinna hjá okkur til loka apríl en hún verður afleysing og mun því fara á milli deilda.

Í næstu viku hættir hann Óðinn Tryggvi hjá okkur á Álfalandi en hann er að fara á nýjan leikskóla. Takk fyrir samveruna elsku Óðinn og gangi þér vel á Mánagarði.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfalands :)