news

Frétt vikunnar

09 Feb 2017

Kæru foreldrar.

Vikan okkar er búin að vera mjög skemmtileg á Álfalandi, við fórum ekki mikið út í þessari viku út af vonda veðrinu. En höfum verið að gera fullt skemmtilegt inni. Við ákváðum samt að nýta veðrið í dag og fóru sex börn í göngutúr að tjörninni.

Pétur okkar er 1 árs í dag. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með daginn :) Við höldum afmælisveislu fyrir hann í kaffinu þar sem við ætlum að syngja saman og borða ávexti.

Síðan eru Tumi að hætta hjá okkur í næstu viku :( Hann er að fara á Mánagarð. Við eigum eftir að sakna hans ótrúlega mikið og óskum honum alls hins besta! Síðasti dagurinn hans er 14 febrúar.

Annars er allt gott að frétta hjá okkur.

Kveðja

Álfaland